
Þrátt fyrir að enn séu 30 dagar, 20 klukkustundir, 22 mínútur og 10 sekúndur til jóla (þegar þetta er skrifað) eru hvalaskoðunarbátarnir Salka og Fanney komnar í jólabúninginn.
Ef síðuritara skjöplast ekki er það einum 4-5 dögum fyrr en á síðsta ári. Jólaljósin á bátunum lífga alltaf mikið upp á höfnina á Húsavík og vonandi verða þeir sem flestir með seríurnar uppi.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.