
Grænlenski báturinn Nukariit II GR-5-75 kom til hafnar í Grindavík í morgun en hann er á leiðinni til Grænlands frá Danmörku þar sem hann var smíðaður.
Báturinn, sem er 14,99 metra langur og 6,67 metra breiður, bíður af sér veður en áfangastaðurinn er Pamiut á vesturströnd Grænlands hvar hann verður gerður út til krabbaveiða.

Nukariit II GR-5-75 var smíðaður í skipasmíðastöðinni Bredgaard boats í Rødby hinni sömu og smíðar nýjan Bárð SH 81.
Sá grænlenski er með smíðanúmer M-138 frá stöðinni en Bárður M-135.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution