
Einar Hálfdáns ÍS 11 siglir hér inn til Hafnarfjarðar í maímánuði árið 2016.
Einar Hálfdáns er af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum hf. í Hafnarfirði. Hann er 15 brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu.
Smíðaður fyrir Blakksnes ehf. í Bolungarvík árið 2009 en eigandi hans í dag er Vébjarnarnúpur ehf. í Bolungarvík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution