Bjarmi ÞH 277

330. Bjarmi ÞH 277 ex Bjarmi TH 277. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1980.

Bjarmi ÞH 277 kemur hér að bryggju á Húsavík vorið 1980 en þá gerðu út bátinn Örn Arngrímsson og Ásgeir Þórðarson.

Bjarmi var upphaflega TH 277 og var smíðaður af Nóa bátasmið á Akureyri fyrir Flateyinga árið 1958.

Eigendur að Bjarma voru Hermann Jónsson og synir hans Ragnar og Jón. Bátinn gerðu þeir út frá Flatey og síðar Húsavík eftir að flutt var í land.

Árið 1978 kaupa fyrrnefndir Örn og Ásgeir bátinn, sem var 6 brl. að stærð, og hélt hann nafni sínu.

Þeir seldu bátinn til Patreksfjarðar árið 1980 þaðan sem hann var seldur suður í Sandgerði í ársbyrjun 1987. Þar fékk hann nafnið sem hann ber á myndinni, Logi GK 121. Á Patreksfirði hét hann Bjarmi BA 277 og eigendur hans Ólafur Bjarnason og Stefán Skarphéðinsson.

Það var Gunnlaugur I. Sveinbjörnsson sem átti bátinn í Sandgerði sem var afskráður 1993.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s