
Halldór Sigurðsson ÍS 14 hét upphaflega Sólfaxi SU 12 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1975. Hann var seldur til Akureyrar árið 1977 og hét þar Sólfaxi EA 75.
Báturinn, sem er 27 brl. að stærð, fékk nafnið Halldór Sigurðsson ÍS 14 árið 1985 en áður hafði hann verið í Hnífsdal undir nafninu Siggi Sveins ÍS 29 frá árinu 1981.
Það var árið 2001 sem hann fékk nafnið Valur ÍS 20 sem hann ber í dag. Heimahöfn bátsins er Ísafjörður.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution