
Hér kemur Gulltoppur ÁR 321 til hafnar í Þorlákshöfn rétt fyrir aldarmótin síðustu en upphaflega hét báturinn Magnús SH 205.
Skipasmiðjan Hörður í Njarðvík smíðaði bátinn fyrir Sigurð Kristjónsson útgerðarmann á Hellisandi árið 1990.
Upphaflega var Magnús 9,9 brl. að stærð en eftir að hafa verið togaður og teygður í allar áttir mælist hann ríflega 34 brl. /77 BT að stærð.
Magnús, þá SH 206, var keyptur til Þorlákshafnar árið 1997 og gerður út þar um fimm ára skeið undir nafninu Gulltoppur ÁR 321.
Árið 2002 var báturinn seldur til Vestmannaeyja, hafði þá fyrr á árinu fengið nafnið Gulltindur ÁR 32, og fékk nafnið Portland VE 97.
Árið 2008 fékk hann nafnið Sægrímur GK 525, síðar GK 552 og árið 2016 ÍS 38.
Frá árinu 2016 hefur báturinn heitið Ölver ÍS 38 og síðar ÍS 432 en honum var breytt í farþegabát árið 2017.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.