
Þennan þekkja eflaust einhverjir en HB Grandi hf. keypti skipið árið 2004 og nefndi Engey RE 1. Í dag heitir það Kapitan Demidenko sem var reyndar upphaflega nafn togarans en áður en hann fékk Engeyjarnafnið hét hann Jason.
Hólmgeir Austfjörð tók þessa mynd af togaranum í fyrra.
Árið 2007 keypti Samherji hf. Engey RE 1 af HB Granda og nefndi Kristinu. Síðar ýmist Kristina EA 410. Kristina eða Alina.
Á heimasíðu Samherja sagði þann 28. september 2017 að fjölveiðiskipið Kristina EA hafi verið selt til Rússlands og verði afhent nýjum eigendum viku síðar. Þar með lauk ríflega 10 ára sögu þess í eigu Samherja.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution