
Haförn ÞH 26 kemur hér til hafnar á Húsavík í byrjun septembermánaðar árið 2009. Haförn hét upphaflega Vöttur SU 3 og var smíðaður í Bátasmiðjunni Vör hf. á Akureyri árið 1975.
Vöttur SU 3 var með heimahöfn á Eskifirði en var seldur til Dalvíkur og fékk nafnið Vinur EA 80. Vinur var seldur til Reykjavíkur árið 1983 og fékk nafnið Aðalbjörg II RE 236. Árið 1987 voru höfð bátaskipti sem fólu í sér að Gulltoppur ÁR 321 varð Aðalbjörg II RE 236 og þessi bátur sem hér um ræðir varð Gulltoppur ÁR 321 með heimahöfn í Þorlákshöfn.
Árið 1997 er báturinn keyptur til Húsavíkur og fékk það nafn sem hann ber á myndinni, Haförn ÞH 26. Útgerð Fiskverkunin Uggi ehf. á Húsavík.
Árið 2010 leysti yngri og stærri Haförn þennan af hólmi og fékk hann nafniðÁsi ÞH 3.
Árið 2015 er Ási seldur til Akureyrar og árið 2017 fær hann nafnið Áskell Egilsson eftir að hafa verið gerður upp til siglinga með ferðamenn.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution