
Frystitogarinn Vigri RE 71 hefur verið uppi í slipp í Reykjavík að undanförnu og nokkuð ljóst að hann kemur gjörbreyttur niður hvað lit varðar.
Vigri RE 71var smíðaður fyrir Ögurvík hf. í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi árið 1992.
Í dag er Brim hf. eigandi hans og er verið að mála hann í þeim bláa lit sem skipafloti fyrirtækisins hefur borið til þessa.
Vigri RE 71, sem er 1.217 brl. að stærð, er 66.96 metra langur og 13 metra breiður búinn 4.079 ha. Wartsiila vél.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution