Guðrún Jónsdóttir SI 155 í slipp

1452. Guðrún Jónsdóttir SI 155 ex Þorleifur EA 88. Ljósmynd Pétur Jónasson. Guðrún Jónsdóttir SI 155 frá Siglufirði er hér í slipp á Húsavík en Pétur Jónasson tók myndina. Báturinn hét upphaflega Hrönnn ÞH 275 frá Raufarhöfn og var smíðaður fyrir Þorgeir Hjaltason í Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri árið 1976. Árið 1982 var báturinn … Halda áfram að lesa Guðrún Jónsdóttir SI 155 í slipp

Volgaborg við Bökugarðinn

IMO 9631072. Volgaborg. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Volgaborg kom til Húsavíkur fyrir helgi með hráefnisfarm fyrir kísilver PCC á Bakka. Það var frá að hverfa yfir helgina og fór í var inn við Hrísey á Eyjafirði en kom aftur og lagðist að Bökugarðinum snemma í morgun. Volgaborg var smíðað í Hollandi árið 2013 og … Halda áfram að lesa Volgaborg við Bökugarðinn

Skúmur GK 22

1872. Skúmur GK 22. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Skúmur GK 22 sést hér á miðunum um árið en hann var í eigu Fiskaness hf. í Grindavík, smíðaður í Ramvik í Svíþjóð 1987. Skúmur, sem var 242 tonn að stærð, var seldur Hafboða hf. í Hafnarfirði árið 1989 og heimahöfnin varð Hafnarfjörður. Skipið var skráð með heimahöfn … Halda áfram að lesa Skúmur GK 22