
2879. Agla ÁR 79. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2022.
Handfærabáturinn Agla ÁR 79 sést á þessum myndum koma að landi í Grindavík í gær. Aflinn var um 400 kíló af vænum ufsa sem fékkst í Röstinni.
Agla sem er gerð út af AAH ehf., var smíðuð hjá Mótun ehf. á Sauðárkróki árið 2016. Hún er af gerðinni Gáski 1180.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution