Kristrún II seld til Færeyja

2774. Kristrún II RE 477 ex Kristrún RE 177. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Fréttir dagsins herma m.a að línuskipið Kristrún II RE 477 hafi verið selt til Færeyja þar sem heimahöfnin verður á Sandey.

200 mílur segja svo frá:

Fisk­kaup ehf. gekk frá samn­ing­um um sölu á Kristrúnu RE-177 (eldri). mars síðastliðinn og er sölu­verðið 17 millj­ón­ir danskra króna, jafn­v­irði rétt rúm­lega 324 millj­óna ís­lenskra króna. Kaup­and­inn er fær­eyska út­gerðin 31.1.2011 Sp/​f í Sandi á Sand­ey.

Kristrún var smíðuð 1988 í Tom­refjord í Nor­egi af skipa­smíðastöðinni Solstrand Slipp og Båt­byg­geri. Skipið er 47,7 metr­ar að lengd, 9 metra breitt og 764,98 brútt­ót­onn. Fær­eyska út­gerðin hef­ur í ár­araðir gert út línu­skipið Sands­havið og er það jafn­aldri Kristrún­ar, en þó tölu­vert minna. Skráð lengd Sand­havs­ins er 33,34 metr­ar, breidd­in 7,5 metr­ar og er skipið 335 brútt­ót­onn.

Ný Kristrún RE-177 kom til hafn­ar í Reykja­vík 22. nóv­em­ber á síðasta ári og var nýja skipið sagt stærra, öfl­ugra og bet­ur búið en það gamla. Nýja skipið var keypt frá Nor­egi og er það tölu­vert yngra, enda smíðað 2001. Sú nýja er 50 metr­ar að lengd og 11 metr­ar á breidd. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s