Donna Wood

Donna Wood í Scoresbysundi. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Donna Wood er tveggja mastra skonnorta í eigu Norðursiglingar á Húsavík og siglir m.a með farþega um Scoresbysund.

Donna Wood var smíðuð árið 1918 og er því kominn á annað hundraðið í árafjölda. Hún var byggð sem vitaskip en árið 1990 var henni breytt í það horf sem hún er nú í. Þ.e.a.s tvímastra skonnorta til farþegasiglinga.

Donna Wood við bryggju í Nýhöfn. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2013.

Hún siglir undir dönskum fána og er með heimahöfn í Kaupmannahöfn þaðan sem hún var gerð út. M.a til siglinga með ferðamenn sem og gisti- og veitingastaður við Nýhöfn.

Donna Wood þykir vönduð og vel smíðuð, búin sjö káetum fyrir 12 farþega og borðsal fyrir 24.

Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.
Donna Wood. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd