
Hera ÞH 60 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík 23. febrúar 2008 og voru þessar myndir teknar þá.
Hera ÞH 60 var í eigu útgerðarfélagsins Flóka ehf. en hún er 229 brúttótonna stálbátur, smíðaður í Noregi 1962.

Hera hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 frá Ísafirði en lengst af Hafberg GK 377 frá Grindavík. Flóki ehf. gerði Heru út á dragnót og leysti hún dragnótabátinn Dalaröst ÞH 40 af hólmi. Báturinn hét áður Óli Hall HU 14.

Hera ÞH 60 er í dag í eigu Sólbergs ehf. á Ísafirði og liggur þar í höfn.
Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.