Þegar Hera ÞH 60 kom til heimahafnar í fyrsta skipti

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hera ÞH 60 kom í fyrsta skipti til heimahafnar á Húsavík 23. febrúar 2008 og voru þessar myndir teknar þá.

Hera ÞH 60 var í eigu útgerðarfélagsins Flóka ehf. en hún er 229 brúttótonna stálbátur, smíðaður í Noregi 1962.

67. Hera ÞH 60 ex Óli Hall HU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hera hét upphaflega Guðrún Jónsdóttir ÍS 267 frá Ísafirði en lengst af Hafberg GK 377 frá Grindavík. Flóki ehf. gerði Heru út á dragnót og leysti hún dragnótabátinn Dalaröst ÞH 40 af hólmi. Báturinn hét áður Óli Hall HU 14.

67. Hera ÞH 60 kemur að bryggju. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2008.

Hera ÞH 60 er í dag í eigu Sólbergs ehf. á Ísafirði og liggur þar í höfn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd