Ný Cleopatra 33 til Mæri

Bajas M-1-RA. Ljósmynd Trefjar.is 2019.

Bátasmiðjan Trefjar í Hafnarfirði afgreiddi nú á dögunum nýjan Cleopatra bát til Vågstranda sem er sveitarfélag í Mæri og Raumsdal í Noregi.

Kaupandi bátsins eru feðgarnir Johan og Tobias Solgård og er Tobias skipstjóri á bátnum sem hefur hafið veiðar.

Báturinn, sem hefur hlotið nafnið Bajas, er af gerðinni Cleopatra 33 og mælist 11 brúttótonn að stærð. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 500hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC og Furuno.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er sérútbúinn til gildruveiða á humri.

Spilbúaður og gildruborð er útfært af Trefjum.  Í lestinni er úðunarkerfi til að halda humri lifandi sem eykur aflaverðmæti til muna

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Lestin er útbúinn fyrir 12stk 380lítra kör eða fleiri minni kassa. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og salerni með sturtu.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

Færðu inn athugasemd