Votaberg SU 10

962. Votaberg SU 10 ex Gestur SU 160. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Votaberg SU 10 frá Eskifirði landaði oft á Húsavík þegar úthafsrækjuveiðin var sem mest en skipið var gert út af Eskju á Eskifirði.

Upphaflega hét skipið Óskar Halldórsson RE 157 og var smíðaður í Zandaam í Hollandi fyrir Ólaf Óskarsson útgerðarmann í Reykjavík.

Lesa meira hér..

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Aðalbjörg RE 5

1755. Aðalbjörg RE 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Aðalbjörg RE 5 kom til hafnar í Reykjavík nú undir kvöld og voru þessar myndir teknar þá. Aðalbjörg er á dragnót sem fyrr en þessa dagana er hún við veiðar í Faxaflóa.

Aðalbjörg RE 5 var smíðuð hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar árið 1987 og lengd árið 1995. Báturinn er eftir það 21,99 metrar að lengd og mælist 59 brl./68 BT að stærð.

Það er Aðalbjörg RE 5 ehf. í Reykjavík sem á og gerir bátinn út.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæljón SU 104 á toginu

1398. Sæljón SU 104. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson.

Sæljón SU 104 er hér að toga á rækjuslóðinni um árið en báturinn var gerður út af Friðþjófi hf. á Eskifirði.

Báturinn, sem var 142 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Friðþjóf í Slippstöðinni á Akureyri og afhentur árið 1974. Hann var yfirbyggður í Slippstöðinni árið 1980.

Sæljón var alla tíð gert út frá Eskifirði og í eigu Friðþjófs þar til það var selt til Skotlands árið 1994.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Dúa II í vandræðum

399. Dúa II RE 400 e Aníta KE 399. Ljósmynd Jón Steinar 2021.

Eikarbáturinn Dúa II RE 400 sökk í höfninni í Grindavík í vikunni en þar hefur hún legið utan á nöfnu sinni Dúu RE 404 undanfarin ár.

Þetta var s.s sl. mánudag um hádegi en báturinn náðist aftur á flot daginn eftir.

Dúa II var smíðuð úr eik í Halmstad í Svíþjóð árið 1954 og mældist 39 brl. að stærð.

Báturinn hét upphaflega Sigurfari SF 58 frá Hornafirði, síðar Farsæll SH 30 og Örninn KE 127 og svo Kári GK 146, nafn sem hann bar í tæp 40 ár.

Vorið 2005 var hann seldur til Dalvíkur þar sem hann fékk nafnið Aggi Afi EA 399. Síðar hét hann Aníta KE 399 og svo Dúa II RE 400″. Skrifar Jón Steinar á síðu sinni Báta- og bryggjurölt.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Hringur GK 18

1434. Hringur GK 18 ex Ásdís ST 37. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Hringur GK 18 kemur hér að landi í Hafnarfirði á vetrarvertíð um árið. Smíðaður á smíðaður á Seyðisfirði 1975 en hefur stækkað nokkuð síðan þá.

Báturinn heitir Þorleifur EA 88 í dag en lesa má um sögu hans hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Bárður SH 81

2965. Bárður SH 81. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Bárður SH 81 frá Ólafsvík kom til Húsavíkur nú síðdegis en báturinn var að dragnótaveiðum á Skjálfandaflóa.

Bátnum hefur verið gerð góð skil hér á síðunni sem m.a má lesa hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ísey EA 40

1458. Ísey EA 40 ex Ísey ÁR 11. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Dragnótabáturinn Ísey EA 40 kom til Húsavíkur í kvöld en báturinn er gerður út af Hrísey Seafood ehf. í Hrísey.

Bátnum hefur verið gerð skil á síðunni og lesa má þá færslu hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Maron GK 522 kemur til Grindavíkur

363. Maron GK 522 ex Maron HU 522. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2021.

Netabáturinn Maron GK 522 kom til hafnar í Grindavík á dögunum og tók Jón Steinar þessar myndir við það tækifæri.

Maron er elsti stálbátur landsins sem enn er í fullri drift og hét upphaflega Búðafell SU 90, smíðaður árið 1956 í Scheepswerf Kraaier skipasmíðastöðinni í Zaandam í Hollandi.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þorsteinn GK 16

1159. Þorsteinn GK 16 ex Svanur SH 111. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1997.

Þessi mynd var tekin í Grindavík í aprílmánuði árið 1997 og sýnir Þorstein GK 16 við bryggju. Eins og sjá má er báturinn með íslenska fánann í afturmastrinu en hann var þarna nýkominn til nýrrar heimahafnar í Grindavík.

Í Morgunblaðinu 16. apríl sagði m.a svo frá:

Nýr Þorsteinn GK er kominn til Grindavíkur í stað Þorsteins GK sem strandaði við Krísuvíkurbjarg á dögunum.

Hóp hf. gerir bátinn út en hann hét áður Svanur SH frá Stykkishólmi og er 138 tonna stálbátur en gamli Þorsteinn var um 180 tonn.

Sama áhöfn verður um borð í nýja skipinu og var Ásgeir Magnússon, skipstjóri, í óða önn ásamt skipverjum sínum að gera bátinn klárann fyrir að leggja netin þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði.

Þannig var nú það og ljósmyndarinn sem getið er um í fréttinni var Kristinn Benediktsson.

Um Þorstein GK 16 má lesa nánar hér og skoða fleiri myndir af honum.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Landað úr Huldu á Siglufirði

Landað úr Huldu á Siglufirði. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021.

Þessi mynd var tekin á Siglufirði í fyrradag þegar löndun stóð yfir hjá köllunum á línubátnum Huldu GK 17.

Búið var að landa úr Óla á Stað GK 99 og Geirfugli GK 66 sem sjást þarna lengra en verið var að landa úr Oddi á Nesi ÓF 176.

Annars var bara blíða eins og sjá má.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution