Inga NK 4

2395. Inga NK 4 ex Ásdís GK 218. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2011.

Inga NK 4 frá Norðfirði kom til Húsavíkur í marsmánuði árið 2011 en báturinn var að kanna sæbjúgnamið við Norðurland.

Ekki löngu seinna þetta ár var báturinn, sem upphaflega hét Brík BA 2 og var tæplega 30 brl. að stærð. seldur til Noregs.

Brík BA 2 var smíðuð á Ísafirði  fyrir Bílddælinga árið 2000. Seld til Suðurnesja árið 2007 og þar fékk hún Ásdísarnafnið. Seldur á Neskaupstað árið 2010 þar sem hann fékk nafnið Inga NK 4. Hún er tæplega 30 brl. að stærð.

Eins og áður segir var Inga NK 4 var seld til Noregs árið 2011 og bar fyrst nafnið Leithe N-8-G með heimahöfn í Bodø.  Árið eftir er skráningunni breytt í N-8-ME en áfram í eigu sama fyrirtækis. Fær nafnið Vea Fisk R-41-K á árinu 2014 og gerð út frá Karmøy. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Páll Jónsson lét úr höfn í dag

2957. Páll Jónsson GK 7. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Konungur línuveiðaranna, eins og Jón Steinar kallar hann, Páll Jónsson GK 7 lét úr höfn í Grindavík um kaffileytið í dag.

Hann kom úr stuttum prufutúr sl. fimmtudag og meðan að óveðrið gekk yfir var tíminn nýttur í að laga og betrumbæta ýmislegt smálegt sem menn komu auga á við fyrstu prufu.

Hér kemur glæsileg myndasyrpa frá Jóni Steinari og muna að smella á myndirnar til að skoða þær í hærri upplausn.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Ísfirðingar á Húsavík

1148. Bára ÍS 66 – 1787. Stundvís ÍS 883. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Það bar við á Húsavík sumarið 1993, ef ég man rétt, að bátar frá Ísafirði lönduðu úthafsrækju á Húsavík. Þá er ég að tala um báta af minni gerðinni sem hétu Bára ÍS 66, Stundvís ÍS 883 og Halldór Sigurðsson ÍS 14.

Bára ÍS 66 var smíðuð á Fáskrúðsfirði árið 1971 sem Bára RE 26. Hún var 25 brl. að stærð. Keypt til Ísafjarðar árið 1976 og fékk þá ÍS 666. Hú heitir í dag Ramóna SU 840 og hefur legið í höfn á Seyðisfirði undanfarin ár.

Stundvís ÍS 887 var smíðaður í Garðabæ fyrir Hermann Skúlason árið 1987. Stundvís hefur heitið ýmsum nöfnum í gegnum tíðina en heitir í dag Eyji NK 4 en það nafn fékk hann árið 2012.

Halldór Sigurðsson ÍS 14 hét upphaflega Sólfaxi SU 12 og var smíðaður á Fáskrúðsfirði árið 1975. 27 brl. að stærð. Hann fékk nafnið Halldór Sigurðsson ÍS 14 árið 1985 en hann hafði verið í Hnífsdal undir nafninu Siggi Sveins ÍS 29 frá árinu 1981. Það var árið 2001 sem hann fékk nafnið Valur ÍS 20 sem hann ber í dag. Heimahafnir hans hafa verið á Ísafirði og í Súðavík þar sem hann hefur skráða heimahöfn í dag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristey ÞH 25

1420. Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Kristey ÞH 25 kemur hér til hafnar á Húsavík um árið en hún hefur verið á dragnótaveiðum þegar myndirnar voru teknar.

Báturinn var smíðaður í Skipavík í Stykkishólmi árið 1975 fyrir Korra h/f á Húsavík og hét Kristbjörg ÞH 44

Báturinn var seldur Höfða h/f á Húsavík 1992 og fékk þá þetta nafn, Kristey ÞH 25.

1997 var Kristey ÞH 25 seld Jökli h/f á Raufarhöfn  þar sem báturinn fékk nafnið  Atlanúpur ÞH 270 og var gerður út á rækju. 

Árið 1998 var Atlanúpur seldur Árnesi h/f í Þorlákshöfn og fékk hann nafnið Keilir GK 145.

Árið 2000 kaupir Siglfirðingur h/f bátinn sem heldur Keilisnafninu en verður SI 145

Báturinn er upp í slipp hér á Húsavík en í vetur hefur verið unnið að því að gera hann upp sem skemmtibát.

1420. Kristey ÞH 25 ex Kristbjörg ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín lét úr höfn í morgun

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Það var þungur sjór í honum þegar að línuskipið Kristín GK 457 lét úr höfn í Grindavík um kl. 11 í morgun.

Jón Steinar tók meðfylgjandi myndir af þessu elsta línuskipið Vísis hf. sem upphaflega hét Þorsteinn RE 303 og var smíðað í Boizenburg árið 1965.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Glæsilegur floti

Glæsilegur floti nýrra skipa í Grindavíkurhöfn. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Á þessari mynd Jóns Steinars frá því í gær má sjá þrjú af nýjustu skipum flotans við bryggju í Grindavík.

Fremstur er línuveiðarinn Páll Jónsson GK sem smíðaður var fyrir Vísi í Póllandi og aftan við hann systurskipin Vörður ÞH 44 og Áskell ÞH 48. Skrokkar þeirra voru smíðaðir í Víetnam en skipin fullkláruð í Noregi.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kap II á Breiðafirði

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Alfons Finnsson 2020.

Á þessum myndum Fonsa vinar míns má sjá Kap II VE 7 frá Vestmannaeyjum draga netin á Breiðafirði í dag.

Kap II VE 7 var smíðuð í Stálvík árið 1967 og hét upphaflega Óskar Magnússon AK 177.

Lesa má nánar um skipið hér

1062. Kap II VE 7 ex Kap II VE 444. Ljósmynd Alfons Finnsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Siglunes ÞH 60

1100. Siglunes ÞH 60 ex Siglunes HU 222. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Siglunes ÞH 60 kemur hér að landi á Húsavík um árið en það var keypt til Húsavíkur haustið 1987.

Dagur sagði svo frá 11. nóvember um komu bátsins til Húsavíkur:

Siglunes ÞH 60, 101 tonna stálskip kom til heimahafnar á Húsavík á föstudagsmorguninn. Skipið er keypt frá Hvammstanga en var smíðað á Akranesi 1970. 

Skipið er búið til línu-, neta- og rækjuveiða og áætlað er að það haldi til línuveiða strax á þriðjudaginn. Kaupverð skipsins er 38 milljónir. Eigendur þess eru bræðurnir Óskar og Aðalsteinn Karlssynir og Hera Sigurgeirsdóttir, móðir þeirra.  Þau hafa stundað útgerð í 27 ár, í fyrstu ásamt Karli Aðalsteinssyni sem nú er látinn. 

Það er Óskar sem er skipstjóri á Siglunesi, 6 manna áhöfn er á skipinu og er Karl Geirsson systursonur bræðranna, stýrimaður. Aðalsteinn er skipstjóri á Sæborgu ÞH-55, 40 tonna bát sem mæðginin eiga einnig. 

Til að fjármagna kaupin á Siglunesi var Guðrún Björg, 15 tonna eikarbátur seldur til Hafnarfjarðar fyrir 11 milljónir.

 Aðspurður um hvernig honum litist á skipið sagði Óskar skipstjóri: „Mér líst bara vel á skipið, en þetta eru mikil viðbrigði miðað við litla bátinn sem var svipaður að stærð og lúkarinn á þessum.“

Þess má geta að Guðrún Björg var einnig smíðuð 1970 en Siglunes er þó yngra skip þar sem smíði þess lauk fjórum dögum síðar. 

Báturinn hét hét upphaflega Siglunes SH 22 frá Grundarfirði. Smíðaður hjá Þorgeir og Ellert h/f árið 1970 fyrir Hjálmar Gunnarsson útgerðarmann.

Siglunesið var selt Meleyri h/f á Hvammstanga 1982 og varð við það HU 222. Eftir að báturinn var seldur frá Húsavík vorið 1990 hét hann áfram Siglunes, fyrst SH 22 og síðan HF 26. Því næst Erlingur GK 212, Erlingur GK 214, Sigurbjörg Þorsteins BA 65, Strákur ÍS 26 og loksins Strákur SK 126 sem varð hans síðasta nafn. 

Strákur SK 126 sigldi sína síðustu ferð þegar hann fór til Esbjerg í Danmörku til niðurrifs. Hafði hann annan fyrrum húsvíkskan bát í slefi yfir hafið og lögðu þeir upp frá Krossanesi við Eyjafjörð sumarið 2008. Þar var um að ræða Jón Steingrímsson RE 7 sem upphaflega hét Dagfari ÞH 40.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Áskell ÞH 48 landaði á Eskifirði í dag

2958. Áskell ÞH 44 á Eskifirði í dag. Ljósmynd Sigurður Davíðsson.

Sigurður Davíðsson sendi þessar myndir sem hann tók á Eskifirði í dag og sýna Áskel ÞH 48 koma inn til löndunar.

Það er svo sem ekki mikið um þetta að segja, Áskell var búinn að landa áður í Grindavík eftir prufutúr og nú hafa fjögur af systurskipunum sjö hafið veiðar. Þ.e.a.s segja skip Gjögurs og Bergs-Hugins. Skip ÚA og Skinneyjar-Þinganess hafa ekki hafið veiðar.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Kristín GK 457

972. Kristín GK 457 ex Kristín ÞH 157. Ljósmynd Jón Steinar 2020.

Línuskip Vísis hf., Kristín GK 457, kom til hafnar í Grindavík í gær og tók Jón Steinar þessar myndir þá.

Upphaflega Þorsteinn RE 303, smíðaður í Boizenburg í A-Þýskalandi árið 1965.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution