Kallarnir á Jóni Sör

625. Jón Sör ÞH 220 ex Þórður Bergsveinsson SH 3. Ljósmynd Pétur Jónasson. Jón Sör ÞH 220 var gerður út frá Húsavík á árunum 1973 til 1977 og var í eigu Norðurborgar h/f á Húsavík. Nánar má lesa um bátinn hér en meðfylgjandi myndir eru úr safni Péturs heitins Jónassonar ljósmyndara á Húsavík. Á myndinni … Halda áfram að lesa Kallarnir á Jóni Sör

Andey BA 125

1170. Andey BA 125 ex Andey SH 242. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson. Andey BA 125 hét upphaflega Trausti ÍS 300 frá Suðureyri við Súgandafjörð og var smíðaður í Stálvík árið 1971. Hann hafði smíðanúmer 16 hjá Stálvík og var smíðaður eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. 1973 er Trausti seldur til Keflavíkur, kaupendur er Magnús Þórarinsson, Jónas … Halda áfram að lesa Andey BA 125

Anna EA 305 seld til Kanada

2870. Anna EA 305 ex Carimsa Star. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Útgerðarfélag Akureyringa hefur selt línuskipið Önnu EA 305 til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Skipið var smíðað í Noregi 2001 og endurnýjað 2008. Lengdin er 52 metrar og breiddin 11 metrar. Kristján Vilhelmsson útgerðarstjóri Samherja segir að nokkrar útgerðir hafi sýnt áhuga á að kaupa skipið … Halda áfram að lesa Anna EA 305 seld til Kanada

Egill og Harðbakur í slipp á Akureyri

1246. Egill SH 195 - 2963. Harðbakur EA 3. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Á þessari mynd frá því í gær gefur að líta Egil SH 195 frá Ólafsvík og togara ÚA, Harðbak EA 3, í slippnum á Akureyri. Egill SH 195, sem m.a er í vélarskiptum, var smíðaður á Seyðisfirði árið 1972. Hann hefur verið … Halda áfram að lesa Egill og Harðbakur í slipp á Akureyri

Guðbjörg GK 666

2468. Guðbjörg GK 666 Guðbjörg HF 212. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2018. Línubáturinn Guðbjörg GK 666 kemur hér að landi á Siglufirði sumarið 2018 en hann var gerður út af Stakkavík ehf. í Grindavík. Upphaflega hét báturinn Ársæll Sigurðsson HF 80 og var smíðaður í Kína árið 2001. Um bátinn, sem lengdur var í Skipasmíðastöð Njarðvíkur … Halda áfram að lesa Guðbjörg GK 666

Óskar Halldórsson RE 157

962. Óskar Halldórsson RE 157. Ljósmynd Olgeir Sigurðson. Óskar Halldórsson RE 157 var smíðaður í Zandaam í Hollandi fyrir Ólaf Óskarsson útgerðarmann í Reykjavík sem nefndi hann eftir föður sínum Óskari Halldórssyni útgerðarmanni og síldarspekúlant.   Báturinn hét lengst af Óskar Hall­dórs­son RE 157 en síðar Gest­ur SU 160, Vota­berg SU 10, Ald­ey ÞH 380, … Halda áfram að lesa Óskar Halldórsson RE 157

Wilson North kom til Húsavíkur

IMO 9430947. Wilson North. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Flutningaskipið Wilson North kom til hafnar á Húsavík nú undir kvöld og lagðist að Bökugarðinum. Skipið, sem er 123 metrar á lengd og 16 metra breitt, kom með trjáboli til PCC á Bakka. Það mælist 6,118 GT að stærð. Wilson North var smíðað árið 2010 og siglir undir … Halda áfram að lesa Wilson North kom til Húsavíkur