Seaventure kom til Húsavíkur

IMO: 8907424. Seaventure ex Bremen. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023.

Farþegaskipið Seaventure kom til Húsavíkur skömmu fyrir hádegi í dag og mun vera í höfn þangað til síðdegis á morgun.

Seaventure hét áður Bremen og var smíðað í Japan árið 1990. Það hét Frontier Spirir fyrstu þrjú árin en síðan Bremen til ársins 2020.

Það mælist 6,752 GT að stærð, lengd þess er 111,15 metrar og breiddin 17 metrar. Heimahöfn skipsins er Limassol en það siglir undir fána Kýpur.

Eins og kemur fram hér að ofan hét skipið áður Bremen og það klingdi einhverjum bjöllum í höfði síðuritara. Það ætti að vera til mynd af Bremen og viti menn, fann myndir frá því í júlí 2003.

S.s fyrir 20 árum síðan tók ég myndir af Bremen og læt ég eina fylgja með myndunum af skipinu undir nafninu Seaventure.

IMO: 8907424. Bremen ex Frontier Spirit. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd