Mundi Sæm SF 1

1631. Mundi Sæm SF 1 ex Gæfa SF 2. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2003.

Mundi Sæm SF 1 frá Hornafirði kom norður fyrir land á úthafsrækju sumarið 2003 og hér lætur hann úr höfn á Húsavík.

Miðós hf. gerði bátinn út en hann var með heimahöfn á Hornafirði rúman áratug.

Báturinn hét upphaflega Fálkinn NS 325 og var smíðaður í Bátalóni árið 1982 fyrir Bakkfirðinga.

Fálkinn var seldur frá Bakkafirði árið 1985 og hefur heitið eftirfarandi nöfnum síðan: Sigurbára VE 249, Vestmannaeyjum. Sveinbjörg SH 317, Ólafsvík, Sveinbjörg ÁR 317, Þorlákshöfn, Vörðufell GK 205, Grindavík, Vörðufell SF 200, Hornafirði, Gæfa SF 2, Hornafirði,Mundi Sæm SF 1, Hornafirði, Goði AK 50, Akranesi og Lundaberg AK 50, Akranesi. 

Árið 2014 fékk báturinn það nafn sem hann ber í dag, Vonin KE 10. Báturinn er í eigu Köfunarþjónustu Sigurðar ehf. og heimahöfn hans Keflavík.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s