Skúmur GK 22

1872. Skúmur GK 22. Ljósmynd Tryggvi Sigurðsson.

Skúmur GK 22 sést hér á miðunum um árið en hann var í eigu Fiskaness hf. í Grindavík, smíðaður í Ramvik í Svíþjóð 1987.

Skúmur, sem var 242 tonn að stærð, var seldur Hafboða hf. í Hafnarfirði árið 1989 og heimahöfnin varð Hafnarfjörður. Skipið var skráð með heimahöfn á Flateyri 1994 og varð við það Skúmur ÍS 322. Sami eigandi samkvæmt vef Fiskistofu.

Útgerð Geira Péturs ÞH 344 kaupir Skúm ÍS 322 fyrri part árs 1995 og kom hann til heimahafnar á Húsavík 21. maí það ár.

Geiri Péturs ÞH 344 var gerður út á rækju frá Húsavík til ársins 1997 er hann var seldur til Noregs þar sem hann fékk nafnið Valanes T-285-T. Síðar Barentstrål og Skarodd.

Seldur frá Noregi til Argentínu árið 2005 þar sem það er enn undir nafninu Argenova X.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s