
Guðrún Jónsdóttir SI 155 frá Siglufirði er hér í slipp á Húsavík en Pétur Jónasson tók myndina.
Báturinn hét upphaflega Hrönnn ÞH 275 frá Raufarhöfn og var smíðaður fyrir Þorgeir Hjaltason í Bátasmiðjunni Vör h/f á Akureyri árið 1976.
Árið 1982 var báturinn seldur til Grímseyjar þar sem hann fékk nafnið Þorleifur EA 88. Árið 1988 fékk hann nafnið Guðrún Jónsdóttir SI 155 og heimahöfn á Siglufirði.
Árin 1990 – 2001 var báturinn með heimahöfn á Ólafsfirði og hét Guðrún Jónsdóttir ÓF 27.
Árið 2001 varð hann aftur Guðrún Jónsdóttir SI 155 sem hann bar til ársins 2008 er hann fékk nafnið Steini Vigg SI 110.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.