Álaborg ÁR 25

133. Álaborg ÁR 25 ex Álaborg GK 175. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Álaborg ÁR 25 kemur hér að landi í Þorlákshöfn um árið en hennar heimahöfn var Eyrarbakki.

Það var Fiskiver hf. sem gerði bátinn þaðan út í ríflega aldarfjórðung en upphaflega hét hann Kambaröst SU 200. Hann var smíðaður í Austur-Þýskalandi árið 1961 fyrir Hraðfrystihús Stöðfirðinga. Báturinn mældist í upphafi 101 brl. en var endurmældur síðar og mældist við það 93 brl. að stærð. 

Þegar Fiskiver hf. keypti Sólborgu SU 202 árið 1996 og gaf henni nafnið Álaborg ÁR 25 var þessi seld Spilli ehf. í Reykjavík sem nefndi bátinn Trausta ÁR 80.

Um bátinn má lesa nánar hér.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s