
Þessi mynd var tekin nú eftir hádegið þegar Dagfari kom úr hvalaskoðunarferð á Skjálfanda.
Eins og kom fram á síðunni fyrir nokkru fékk báturinn þetta nafn í vetur en hann hét áður Salka. Ferðin í dag var fyrsta ferð bátsins undir þessu nafni.
Báturinn hét upphaflega Hafsúlan RE 77 og var smíðuð í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði árið 1976.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution