Haförn HU 4 í slipp á Siglufirði

1470. Haförn HU 4 ex Dagbjört SU 50. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1988.

Hafsúlan HU 4 frá Hvammstanga er hér í slipp á Siglufirði um árið. Held að myndin sé tekin 1988 en má vera að það hafi verið ári síðar.

Báturinn hét upphaflega Hafsúlan RE 77 og var smíðuð í Skipasmíðastöðinni Dröfn hf. í Hafnarfirði árið 1976.

Báturinn var gerður út frá Hvammstanga árin 1988-1990 en í dag heitir hann Dagfari og er gerður út til hvalaskoðunar frá Húsavík.

Aðrir bátar sem sést glitta í á myndinni tel ég vera Bryndísi SI 4 lengst tv. og hinum megin Hafarnarins eru Magnús EA 25, Bhargey EA 79 og Ármann ÓF 38.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s