Smábátar koma að landi vorið 2005. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Með þesssari mynd sem tekin var á Húsavík vorið var 2005 fylgir páskakveðja til lesenda síðunnar um allan heim. With this photo from yesterday easter greetings are sent from Húsavík to readers all around the world. Með því að smella á myndina er hægt að skoða … Halda áfram að lesa Gleðilega páska – Happy easter
Month: mars 2024
Melavík SF 34
1125. Melavík SF 34 ex Bergvík KE 65. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Melavík SF 34 frá Hornafirði liggur hér í Grindavíkurhöfn um árið báturinn var smíðaður hjá Einar S. Nielsen Mek. Verksted A/S í Harstad í Noregi og afhentur á árinu 1968. Upphaflega bar nafnið Palomar T-22-SA en árið 1970 keypti Útgerðarfélagið Óðinn h/f á Suðureyri … Halda áfram að lesa Melavík SF 34
Bylgja við bryggju á Húsavík
2025. Bylgja VE 75. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2005. Bylgja VE 75 kom til Húsavíkur 30. júlí árið 2005 og er það í eina skiptið sem ég man eftir henni hér. Það er þó ekki loku fyrir það skotið að hún hafi komið oftar. Um Bylgju VE 75 má lesa nánar hér. Með því að smella … Halda áfram að lesa Bylgja við bryggju á Húsavík
Súlan EA 300
1060. Súlan EA 300. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Súlan EA 300 siglir hér inn Eyjafjörð með heimahöfn sína Akureyri sem áfangastað. Súlan var 354 brl. að stærð, smíðuð í Fredrikstad í Noregi 1967 fyrir Leó Sigurðsson á Akureyri. Hún var lengd í Hollandi 1974 og mældist þá 393 brl. og yfirbyggt 1975 og mældist þá 391 brl. … Halda áfram að lesa Súlan EA 300
Búi EA 100
1153. Búi EA 100 ex Sæþór SF 244. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2000. Búi EA 100 kemur hér til hafnar á Dalvík og tel ég árið vera 2000 sem helgast af því að Stakfellið kemur þarna í humátt á eftir. Þarna var búið að selja Stakfellið til Rússlands og eitthvað höfðu þeir verið að prófa og … Halda áfram að lesa Búi EA 100
Náttfari leggur frá bryggju
993. Náttfari leggur upp í hvalaskoðunarferð. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Norðursiglingarbáturinn Náttfari leggur hér upp í hvalaskoðunarferð út á Skjálfanda í gærmorgun en háhyrningar sýna sig í flóanum þessa dagana. Norðan við flotbryggjuna er Bjössi Sör sem fór einnig í ferð stuttu síðar. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í … Halda áfram að lesa Náttfari leggur frá bryggju
Berghildur SK 137
1581. Berghildur SK 137 ex Geir ÍS 280. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Berghildur SK 137 frá Hofsósi hét upphaflega Halldór Runólfsson NS 301 frá Bakkafirði. Báturinn var smíðaður í Bátalóni hf. í Hafnarfirði árið 1981 fyrir Hafnarbakka hf. á Bakkafirði. Hann er 29 brl. að stærð og het síðast Faxi og er gerður út til siglinga … Halda áfram að lesa Berghildur SK 137
Bergey SK 7
2018. Bergey SK 7 ex Mímir ÍS 30. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Bergey SK 7 var gerð út frá Hofsósi árin 1997 til 1999 en upphaflega hét báturinn Litlanes ÞH 52 og var smíðaður árið 1989 á Seyðisfirði Báturinn er á þessum myndum í sinni lengstu útgáfu en hann var lengdur á sínum tíma og styttur … Halda áfram að lesa Bergey SK 7
Árni Friðriksson RE 100
1055. Árni Friðriksson RE 100. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Hafrannsóknarskipið Árni Friðriksson RE 100 var smíðaður í Englandi árið 1967 og þjónaði Hafrannsóknarstofnun Íslands fram til aldamóta þegar nýtt og stærra skip tók við hlutverki hans. Árni Friðriksson RE 100, sem er 449 brl. að stærð, var seldur til Færeyja árið 2001. Með því að smella … Halda áfram að lesa Árni Friðriksson RE 100
Julie kom í gær
IMO 9277307. Julie ex Gures. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Flutningaskipið Julie kom til Húsavíkur í gær og lagðist að Bökugarði þar sem skipað er upp hráefnisfami fyrir kíslilver PCC á Bakka. Julie, sem siglir undir fána Portúgals með heimahöfn á Madeira, var smíðað í Hollandi árið 2003. Skipið, sem áður hefur borið nöfnin Gures, Tip … Halda áfram að lesa Julie kom í gær









