Sléttbakur EA 304

1351. Sléttbakur EA 304 ex Stella Kristína. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sléttbakur EA 304 liggur hér fánum prýddur við brygggju á Akureyri og ef ég man rétt var þetta eftir að breytingum á honum lauk í Slippstöðinni árið 1987 Sléttbakur EA 304 hét áður Stella Kristína og var gerður út frá Færeyjum. Skipið var smíðað í … Halda áfram að lesa Sléttbakur EA 304

Eystnes á Hornafirði

IMO:7922166. Eystnes ex Cometa. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2023. Færeyska flutningaskipið Eystnes, sem gert er út af Smyril Line, kemur hér að bryggju á Hornafirði fyrir skömmu. Skipið hét áður Cometa og var smíðað í Noregi árið 1981. Það er 4,610 GT að stærð, lengd þess er 103 metrar og breiddin 16 metrar. Heimahöfn skipsins er … Halda áfram að lesa Eystnes á Hornafirði

Kiviuq I

IMO 9244738. VDA2088. Kiviuq I ex Anna EA 305. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Línuskipið Kiviuq I liggur hér við slippkantin á Akureyri en skipið hét áður Anna EA 305. Eins og kom fram á síðunni í sumar seldi Úgerðarfélag Akureyringa skipið til kanadíska fyrirtækisins Arctic Fishery Alliance. Kiviuq I var smíðað í Noregi 2001 og … Halda áfram að lesa Kiviuq I

Knörrinn

306. Knörrinn ex Hrönn EA 258. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Það væsti ekki um Knörrinn í morgunblíðu dagsins við Húsavíkurhöfn. Þann 9. mars sl. voru 60 ár síðan báturinn var sjósettur hjá Slippstöðinni á Akureyri en hann hét upphaflega Auðunn EA 157. Hann var smíðaður fyrir þá Kristinn Jakobsson og Garðar Sigurpálsson, Hrísey og áttu þeir … Halda áfram að lesa Knörrinn

Kristján ÍS 122

1303. Kristján ÍS 122. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1993. Rækjubáturinn Kristján ÍS 122 við bryggju á Húsavík sumarið 1993 ef ég man rétt. Kristján var smíðaður í Bátasmiðjunni Vör á Akureyri og afhentur árið 1973. Á vef Árna Björns Árnasonar, aba.is, segir að báturinn hafi verið smíðaður fyrir Jón Kr. Jónsson og Sæmund Árilíusarson, Ísafirði. Þeir … Halda áfram að lesa Kristján ÍS 122