
Hér kemur Árný ÞH 98 úr róðri um árið en Gestur Halldórsson átti bátinn á árunum 1982-1988.
Það birtist á síðunni í gær mynd af bátnum undir sínu upphaflega nafni, sem var Ásgeir ÞH 98, en á þessari mynd virðist vera búið að skipta um stýrishús á bátnum.
Báturinn var smíðaður árið 1961 af Svavari Þorsteinssyni skipasmið á Akureyri. Hann smíðaði bátinn fyrir Þórð Ásgeirsson og Magnús Andrésson á Húsavík.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution.