
Kaldbakur EA 1, togari Útgerðarfélags Akureyringa, kom inn til löndunar í Hafnarfirði í gær og tók Jón Steinar þessar myndir þá.
Kaldbakur var fyrstur í röðinni af fjórum systurskipum sem smíðuð voru hjá Cemre-skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Hin eru Björgúlfur EA 312, Drangey SK 2 og Björg EA 7. Kaldbakur er í eigu Útgerðarfélags Akureyringa ehf. á Akureyri.




Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution