
Glaður ÞH 150 var gerður út frá Húsavík árin 1968-1793 en hann var keyptur frá Keflavík þar sem hann hét Glaður KE 67.
Glaður hét upphaflega Þórarinn RE 42 og var smíðaður í Danmörku árið 1953 fyrir Jón Þórarinsson í Reykjavík.
Árið 1956 kaupir Halldór Jónsson í Ólafsvík bátinn og nefnir Glað SH 67. Glaður er seldur samnefndu fyrirtæki í Keflavík 1965, hann heldur nafninu en fær einkennisstafina KE 67.
Árið 1968 er báturinn seldur til Húsavíkur, kaupandinn var Norðurborg h/f og enn heldur báturinn nafninu en verður ÞH 150. Norðurborg h/f átti Glað til ársins 1973 en þá var báturinn seldur Jóhanni Jónassyi á Þórshöfn sem nefndi bátinn Geir ÞH 150.
Báturinn var talinn ónýtur og tekinn af skrá árið 1983. Heimild Íslensk skip.


Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution