
Línubáturinn Gísli Súrsson GK 8 frá Grindavík kemur hér að bryggju á Húsavík sumarið 2009.
Gísli Súrsson GK 8 var smíðaður árið 2003 hjá Trefjum í Hafnarfirði fyrir Útgerðarfélagið Einhamar í Grindavík (Einhamar Seafood).
Báturinn, sem upphaflega var óyfirbyggður, er af gerðinni Cleopatra 38 og er 14,3 brl. að stærð.
Árið 2014 fékk hann nafnið Gísli GK 80 en sama ár fékk Einhamar nýjan og stærri Gísla Súrsson frá Trefjum.
Ári síðar er Gísli orðinn BA 571 og það nafn bar báturinn þegar hann var seldur til Noregs haustið 2016.
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution