Þorgeir EA

6332. Þorgeir EA ex Dóra EA. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Þorgeir EA hét upphaflega Hannes lóðs VE 200 og var smíðaður árið 1980 í Bátasmiðjunni Mótun í Hafnarfirði. Árið 2004 fékk báturinn nafnið Dóra EA og ári síðar það nafn sem hann ber í dag, Þorgeir. 6332. Þorgeir EA ex Dóra EA. Ljósmyndir Hafþór Hreiðarsson … Halda áfram að lesa Þorgeir EA

Hanseatic spirit

IMO: 9857640. Hanseatic spirit. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson2023. Skemmtiferðaskipið Hanseatic spirit kom í gæmorgun og lagðist á krókinn eins kallað er. Skipið er eitt þriggja systurskipa smíðuð hjá VARD Group AS í Noregi. Hin eru Hanseatic nature og Hanseatic inspiration sem kom hingað á dögunum. Skipin taka allt að 230 farþega. Hanseatic spirit var afhent árið 2021 … Halda áfram að lesa Hanseatic spirit

Kristinn Friðrik SI 5

102. Kristinn Friðrik SI 5 ex Kristinn Friðrik GK 58. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Kristinn Friðrik SI 5 landaði á Húsavík í desembermánuði árið 2004 og þá var þessi mynd tekin. Skipeyri ehf. gerði bátinn út og en hann bar SI skráninguna um tíu mánaða skeið. Haukur Sigtryggur sendi eftirfarandi miða um árið: 0102….Hrafn Sveinbjarnarson … Halda áfram að lesa Kristinn Friðrik SI 5

Mímir, Sigþór og Geiri Péturs

1694. Mímir RE 3, 185. Sigþór ÞH 100, 1825. Geiri Péturs ÞH 344. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Þessi mynd sýnir skólaskipið Mími RE 3, Sigþór ÞH 100 og Geira Péturs ÞH 344 við bryggju á Húsavík. Myndin var tekin að haustlagi, sennilega ca. 1989. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í … Halda áfram að lesa Mímir, Sigþór og Geiri Péturs

Faldur á Skjálfanda

Faldur ex Faldur ÞH 153. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Faldur er hér á landleið úr hvalaskoðunarferð á Skjálfanda í hádeginu í dag. Faldur hét upphaflega Votaberg ÞH 153 og var smíðaður hjá Skipaviðgerðum hf. í Vestmannaeyjum.  Hér má lesa nánar um bátinn sem gerður er út af Gentle Giants. Með því að smella á myndina er hægt … Halda áfram að lesa Faldur á Skjálfanda

Sisimiut við Grindavík

Sisimiut GR 6-18. Ljósmynd Jón Steinar 2023. Grænlenski frystitogarinn Sisimiut GR 6-18 kom upp að ströndum Íslands í kvöld nánar tiltekið við Grindavík. Jón Steinar sendi drónann til móts við hann og tók meðfylgjandi myndir af togaranum sem var smíðaður árið 2019 hjá skipasmíðastöðinni í Astilleros de Murueta í Bilbao á Spáni.  Sisimiut er er … Halda áfram að lesa Sisimiut við Grindavík

Sirrý EA hét eitt sinn Vinur ÞH 73

5463. Sirrý ex Gúsi P SH 35. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Sirrý EA siglir hér á Akureyrarpolli sl. sunnudag en báturinn tók þátt í skemmtisiglingu Sjómannadagsins. Saga bátsins, sem smíðaður var í húsakynnum Nóa Kristjánssonar, skipasmiðs árið 1968 af Rögnvaldi Árnasyni, húsgagnasmiði Akureyri og syni hans Þorkeli, er býsna löng og er ítarlega farið yfir … Halda áfram að lesa Sirrý EA hét eitt sinn Vinur ÞH 73

Villi Páls heiðraður af Landsbjörgu

Vilhjálmur Pálsson með heiðursviðurkenninguna frá Landsbjörgu. Aðsend mynd. Vilhjálmi Pálssyni var á aðalfundi björgunarsveitarinnar Garðars í kvöld veitt heiðursviðurkenning Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fyrir störf sín í þágu björgunarstarfa og slysavarna. Björgunarsveitin Garðar var stofnuð árið 1959 í kjölfar sjóslyss þegar Maí TH194 fórst með tveimur mönnum. Þá var hávær umræða í samfélaginu um öryggismál sjómanna. Formaður … Halda áfram að lesa Villi Páls heiðraður af Landsbjörgu