Grímsey ST 2

1317. Grómsey ST 2 ex Engilráð ÍS 60. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Rækjubáturinn Grímsey ST 2 kemur hér til hafnar á Húsavík sumarið 1993.

Báturinn, sem var 30 brl. að stærð, hét upphaflega Engilráð ÍS 60 og var smíðuð á Skagaströnd fyrir Fjarkann h/f á Ísafirði árið 1973.

Upphaflega var í honum 240 hestafla Dormanaðalvél en árið 1979 leysti 265 hestafla Cummins hana af hólmi.

Haustið 1981 var Engilráð ÍS 60 seld á Drangsnes þar sem hún fékk það nafn sem hún ber á myndinni. Kaupandinn var Friðgeir Höskuldsson. (Heimild Íslensk skip)

Á síðari hluta tíunda áratugs síðustu aldar, held árið 1997, leysti stærri Grímsey ST 2 þessa af hólmi og í framhaldinu var hún seld og fékk nafnið Röst SH 134.

19. mars 2003 sökk Röst SH 134 út af Svörtuloftum og áhöfn hennar, tveir menn, náðu að komast í björgunarbát. Þeim var síðan bjargað um borð í grænlenska loðnuskipið Siku sem statt var í grenndinni.  

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s