Garðar II SH 164

1343. Garðar II SH 164. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Garðar II SH 164 frá Ólafsvík er hér við bryggju á Húsavík um árið en báturinn stundaði þá úthafsrækjuveiðar úti fyrir Norðurlandi.

Báturinn var smíðaður í Slippstöðinni á Akureyri 1974 fyrir Björn & Einar s/f í Ólafsvík. Hann var 142 brl. að stærð búinn 765 hestafla M.WM aðalvél.

Ekki finn ég upplýsingar um það hvenær báturinn var yfirbyggður.

1996 var báturinn seldur til Hornafjarðar en hélt nafninu og varð SF 164. Haustið 1999 var hann kominn til Vestmannaeyja þar sem hann fék nafnið Eyjaberg VE 62. 

Í mars er hann skráður undir nafninu Sigurvon RE 64 og átti eftir að bera það nafn undir skráningunum SH 200 og BA 55 áður en Skarðsvík ehf. keypti hann til Hellisands árið 2003.

Þar fékk hann nafnið sem hann ber í dag, Magnús SH 205. Magnús hefur gengið í gegnum talsverðar breytingar og mælist í dag 252 BT að stærð.

Mesta lengd hans er 31,45 metrar og breiddin 6,70 metrar. 

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ein athugasemd á “Garðar II SH 164

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s