Svanur BA 54

7437. Svanur BA 54 ex Orri Thor GK 180. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Svanur BA 54 er gerður út af Skálabergi ehf. á Patreksfirði og hefur verið svo síðan árið 2000 en þá var báturinn keyptur vestur.

Báturinn var smíðaður í Bátagerðinni Samtak hf í Hafnarfirði árið 1995 og hét í fyrstu Orri Thor HF 180. Haustið 1998 er báturinn kominn til Grindavíkur þar sem Stakkavík gerði hann út undir sama nafni um tveggja ára skeið en sem GK 180.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Lóa KÓ 177

2368. Lóa KÓ 177 ex Stína SU 9. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Lóa KÓ 177 hét uphaflega Knörr AK 805 en hún var smíðuð árið 1999 í Bátasmiðjunni Knörr á Akranesi.

Lóa KÓ 177 er 7,70 BT að stærð og er þessa dagana gerð út til strandveiða frá Patreksfirði þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar í síðustu viku.

Árið 2000 fékk báturinn nafnið Jórunn ÍS 140 sem hann bar til ársins 2003 er hannn var nefndur Örninn GK 203.

Síðan hefur hann borið nöfnin Guðdís KE 9, Garpur HU 17, Garpur SH 279, Sævar SF 272 og Stína SU 9.

Í ársbyrjun 2016 fékk hann núverandi nafn og heimahöfnin Kópavogur en það er Vinur ehf. sem á og gerir bátinn út.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Þröstur BA 48

7702. Þröstur BA 48 ex Seigur II EA 80. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þröstur BA 48 stundar strandveiðar frá Tálknafirði þessa dagana og voru þessar myndir teknar fyrr í vikunni.

Það er Útgerðarfélagið Burst ehf. sem gerir bátinn út en hann er með heimahöfn á Bíldudal.

Þröstur BA 48 hét upphaflega Haukur ÍS 435 og var smíðaður árið 2011 í Seiglu á Akureyri fyrir Víkurbáta ehf. í Bolungarvík. Ætlaður til frístundaveiða.

Árið 2015 kaupir Þríforkur ehf. bátinn til Dalvíkur þar sem hann fær nafnið Seigur II EA 80 og gerður út til strandveiða.

Það var svo síðasta haust sem hann fær núverandi nafn eftir að Útgerðarfélagi Burts ehf. keypti hann frá Dalvík.

7702. Þröstur BA 48 ex Seigur II EA 80. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæljómi BA 59

2050. Sæljómi BA 59 ex Sæljómi GK 150. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Sæljómi BA 59 kemur hér til hafnar á Patreksfirði í vikunni en báturinn er gerður út af Látraröst ehf. á Patreksfirði.

Báturinn var smíðaður í Þrándheimi í Noregi árið 1989 fyrir Sæljóma hf. í Sandgerði. Hann bar fyrst nafnið Sæljómi II GK 155. Það breyttist síðan Sæljóma GK 150 nokkrum árum síðar.

Sæljóminn var lengdur árið 2002 og er í dag 12,45 metrar að lengd, 3,48 metrar á breidd og mælist 11,97 brl./15,3 BT að stærð.

Báturinn var seldur vestur á Patreksfjörð árið 2007 og einhverjum misserum síðar varð hann BA 59.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Njörður BA 114

2432. Njörður BA 114. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Njörður BA 114 kemur hér að landi á Tálknafirði í vikunni en hann rær til handfæraveiða um þessar mundir.

Trefjar í Hafnarfirði smíðuðu bátinn, sem upphaflega er af gerðinni Cleopatra 28, fyrir Njörð ehf. á Tálknafirði og afhentu árið 2000. Eins og sjá má hefur verið byggt yfir flotkassann sem lengir dekkið á bátnum talsvert og gefur mun betra vinnupláss. 

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Sæfari BA 110

6857. Sæfari BA 110 ex Sæfari SF 109. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Strandveiðibáturinn Sæfari BA 110 kemur hér til hafnar á Patreksfirði í dag en hann honum er róið þaðan um þessar mundir.

Það er Hagaljón slf. sem er eigandi bátsins sem er með heimahöfn á Brjánslæk.

Báturinn hefur alla tíð borið þetta nafn en hann var smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði árið 1987. Hann var smíðaður fyrir aðila á Hornafirði og var báturinn SF 109 til ársins 1994 en þá fékk hann einkennisstafina BA og númerið 110.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Agnar BA 125

1852. Agnar BA 125 ex Anna SH 13. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Agnar BA 125 kemur hér til hafnar á Patreksfirði í dag en hann er á handfærum. Heimahöfn hans er Bíldudalur.

Harður ehf. gerir Agnar út en báturinn var smíðaður í Englandi árið 1987 og er tæplega 19 brúttótonn að stærð. Hann hét áður Anna SH 13 en var keyptur vestur árið 2015.

Nánar verður sagt frá bátnum síðar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Indriði Kristins BA 751

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Þessar myndir sem nú birtast sýna línubátinn Indriða Kristins BA 751 koma að landi á Tálknafirði sem er hans heimahöfn.

Báturinn,sem er af gerðinni Cleopatra 46B, er gerður út af Þórsbergi ehf. á Tálknafirði.

Lesa má nánar um bátinn hér

2947. Indriði Kristins BA 751. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2020.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution

Smári ÓF 20

2580. Smári ÓF 20 ex Digranes 1 NS 125. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017.

Smári ÓF 20 er í eigu Smára ehf. á Ólafsfirði og hét upphaflega Hópsnes GK 77 frá Grindavík.

Báturinn var keyptur til Ólafsfjarðar frá Bakkafirði vorið 2017 en þar hét hann Digranes.

Smári ÓF 20 er af gerðinni Gáski 1150 og var smíðaður árið 2003. Hann er rúmlega 11 brl. að stærð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Ási ÞH 19

755. Ási ÞH 19 ex Þorfinnur EA 120. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson.

Ási ÞH 19 hét upphaflega Ófeigur EA 17 og var smíðaður í skipasmíðastöð KEA árið 1955. Hann var smíðaður fyrir Sæmund Benediktsson og Stefán Snælaugsson á Litla-Árskógssandi.

Báturinn, sem var 5,5 brl. að stærð og búinn 32 hestafla Lister díselvél, var seldur á Sauðárkrók árið 1958. Kaupendur voru Valdimar Magnússon og Ólafur Jónsson og nefndu þeir bátinn Sigurvon SK 8.

Um miðjan sjöunda áratuginn kaupir Áslaugur Jóhannesson í Hrísey bátinn og gefur honum nafnið Þorfinnur EA 120. Í Hrísey var hann til ársins 1990 en þá keypti Sigurður Kristjánsson bátinn til Húsavíkur og fékk hann nafnið Ási ÞH 19. Sigurður seldi bátinn til Þórshafnar ári síðar en þá keypti hann Vilborgu ÞH 11 og nefndi Von ÞH 54.

Á Þórshöfn fékk báturinn nafnið Manni ÞH 81 og árið 1994 fékk hann sitt síðasta nafn sem var Gísli á Bakka BA 400. Báturinn var afskráður í nóvember 1996.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.