
Hér sjáum við línubátinn Geirfugl GK 66 á landleið til Grindavíkur á dögunum.
Geirfugl GK 66 hét upphaflega Ósk KE 5. Hann var smíðaður hjá Seiglu ehf. í Reykjavík árið 2004 og er af gerðinni Seigur 1400. Hann er 14 metra langur, 4,20 á breidd og mælist 25 BT að stærð.
Báturinn er Grindvíkingum ekki ókunnur því bæði hefur Stakkavík ehf átt hann áður og eins hét hann Árni í Teigi GK 1 árin 2005-2012.
Annars er nafnarunan svona:
Ósk KE 5, Frosti II KE 230, Árni í Teigi GK1, Pálína Ágústsdóttir GK 1, Reynir GK 666, Guðbjörg GK 666, Hulda HF 27, Oddur á Nesi SI 76, Oddur á Nesi ÓF 176 og loks Geirfugl GK 66.
Báturinn var yfirbyggður hjá Siglufjarðar-Seig árið 2014.



Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution