
Hið glæsilega norska uppsjávarveiðiskipið Eros M-29-HØ kom til Keflavíkur á dögunum hverra erinda mér er ekki kunnungt.
Elvar Jósefsson tók þessar myndir þega skipið lét úr höfn.
Eros M-29-HØ er 77 metrar að lengd, 16 metra breitt og mælist 4,027 GT að stærð. Skipið var smíðað árið 2012 og er með heimahöfn í Fosnavaag.

Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution