
Hinn nýi Sigurfari GK 138 sést hér koma til hafnar í Sandgerði úr sinni fyrstu veiðiferð en myndirnar tók Elvar Jósefsson.
Sigurfari GK 138 hét áður Hvanney SF 51 en Nesfiskur keypti hann frá Hornafirði fyrr á þessu ári. Báturinn hefur verið í skveringu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur að undanförnu en hefur hafið róðra með dragnót.

Sigurfari GK 138 var smíðaður Huangpu Shipyard skipasmíðastöðinni í Kína árið 2001 og hét upphaflega Happasæll KE 94.
Báturinn er 28,91 metrar að lengd, breidd hans er 9 metrar oghann mælist 358,36 að stærð.
Aðalvél Sigurfara GK 138 er 1000 hestafla (738 kW) Catherpillar.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution