Drangey RE 34

1418. Drangey RE 34 ex Drangey RE. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Drangey RE 34 hét upphaflega Ægir Adólfsson ÞH 99 og átti heimhöfn á Raufarhöfn. Báturinn, sem var 8 brl. að stærð, var smíðaður af Baldri Halldórssyni á Hlíðarenda við Akureyri árið 1975. Ægir Adólfsson ÞH 99 var gerður út frá Raufarhöfn í tíu ár en … Halda áfram að lesa Drangey RE 34

Örkin kom í dag

1420. Örkin ex Keilir SI 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025. Örkin frá Siglufirði kom til Húsavíkur í hádeginu þeirra erinda að fara í slipp en báturinn er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði  Það er gaman að geta þess að eftir c.a mánuð eru 50 ár síðan báturinn kom í fyrsta skipti til hafnar á Húsavík … Halda áfram að lesa Örkin kom í dag

Örkin hans Gunna

1420. Örkin ex Keilir SI 145. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Örkin frá Siglufirði kom til Húsavíkur í kvöld en hún er á vesturleið. Báturinn er í eigu Gunnars Júlíussonar á Siglufirði og var smíðuð í Skipavík í Stykkishólmi 1975.  Örkin var smíðuð í Skipavík í Stykkishólmi 1975 og hét upphaflega Kristbjörg ÞH 44. Hún var … Halda áfram að lesa Örkin hans Gunna

Lúxussnekkjan Satori kom til Húsavíkur

IMO:1013078. Satori. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Lúxussnekkjan Satori kom til Húsavíkur nú í hádeginu eftir siglingu frá Akureyri. Satori er tveggja skrúfu skip, knúið af tveimur 1876 hestafla vélum og siglir undir fána Cayman eyja. Snekkjan, sem er 63 metrar að lengd og 11,9 metra breidd, mælist 1,584 GT að stærð. Hún var smíðuð hjá … Halda áfram að lesa Lúxussnekkjan Satori kom til Húsavíkur

Sæunn ÞH 22 í kvöldsólinni

7158. Sæunn ÞH 22 ex Þyrí. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Sæunn ÞH 22 lætur hér úr höfn á Húsavík í kvöld en hún er í eigu Sævars Guðbrandssonar og er af Sómagerð. Hét áður Þyrí og var smíðuð í Bátasmiðju Guðmundar árið 1989 en hefur verið í eigu Sævars frá árinu 1991. Skráð sem skemmtibátur … Halda áfram að lesa Sæunn ÞH 22 í kvöldsólinni

Westvard Ho kom til Siglufjarðar í dag

Westvard HO TN 54. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2020. Færeyski kútterinn Westvard Ho NT 54 kom til Siglufjarðar í dag og tók Haukur Sigtryggur þessar myndir. Westward Ho er 23,5 metra langur og 6,3 metra breiður tvímastra kútter smíðaður í Grimsby í Englandi árið 1884. Hann mælist 88,5 brúttótonn. Howard Ho var keyptur til Færeyja … Halda áfram að lesa Westvard Ho kom til Siglufjarðar í dag

Sjødis á siglingu inn Jössingfjörðinn

Sjødis R-17-SK. Ljósmynd Baldur Sigurgeirsson 2019. Sjødis heitir hann þessi eikarbátur sem Baldur Sigurgeirsson myndaði í Jössingfirðinum norska í dag. Báturinn, sem í dag er frístundabátur í eigu Dalane Folkemuseum í Egersund, var smíðaður hjá Eidsbotten Båtbyggeri í Kopervik og afhentur frá þeim í janúar 1966. Sjødis er 17,53 metrar að lengd, breiddin er 5,21 … Halda áfram að lesa Sjødis á siglingu inn Jössingfjörðinn