Seabourn Venture

IMO 9862023. Seabourn Venture. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipið Seabourn Venture kom til Húsavíkur í dag og lagðist að Bökugarðinum. Seabourn Ventur var smíðað á Ítalíu árið 2022 og er 23,615 GT að stærð. Lengd skipsins er 172 metrar en breiddin 24 metrar. Skipið siglir undir fána Bahamas með heimahöfn í Nassau. IMO 9862023. Seabourn … Halda áfram að lesa Seabourn Venture

Balmoral

IMO 8506294. Barmoral ex Norwegian Crown. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Skemmtiferðaskipið Barmoral var á Húsavík í dag og var þessi mynd tekin þegar það lét úr höfn nú undir kvöld. Barmoral var smíðað í Papenburg í Þýsklandi árið 1988 og bar upphaflega nafnið Crown Odyssey. Það breyttist árið 1996 þegar það nafn fékk nafnið Norwegian … Halda áfram að lesa Balmoral

Komu sjóleiðina á Mærudaga

108. Húni II EA 740 ex Húni II. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2024. Það komu góðir gestir sjóleiðina á Mærudagana sem standa yfir á Húsavík þessa helgina. Þetta voru skipverjar á Húna II sem sigldu frá Akureyri til Húsavíkur til að taka þátt í bæjargátíðinni. Húni II var smíðaður í skipasmíðastöð KEA á Akureyri árið 1963 og … Halda áfram að lesa Komu sjóleiðina á Mærudaga

Sigurbjörg ÁR 67 komin til landsins

3018. Sigurbjörg ÁR 67. Ljósmynd Jón Steinar Sæmundsson 2024. Nýtt skip Ísfélagsins hf í Vestmannaeyjum Sigurbjörg ÁR 67 kom til Hafnarfjarðar rétt fyrir hádegi í dag. Skipið er að koma frá Celiktrans skipasmíðastöðinni í Istanbul í Tyrklandi hvar það var smíðað. Siglingin heim tók um 15 daga, en lagt var af stað heim til Íslands … Halda áfram að lesa Sigurbjörg ÁR 67 komin til landsins

Staðarberg GK 132

2317. Staðarberg GK 132. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Gáskabáturinn Staðarberg GK 132 kemur hér að landi í Grindavík um árið en hann var smíðaður í Kanada árið 1999. Báturinn var smíðaður fyrir Stakkavík ehf. í Grindavík en árið 2001 fékk hann nafnið Magnús í Felli SH 177 með heimahöfn í Grundarfirði. Frá árinu 2001 hét báturinn Magnús … Halda áfram að lesa Staðarberg GK 132

Jóna Eðvalds

2618. Jóna Eðvalds SF 200 ex Krossey SF 20. Ljósmynd  Sigurður Davíðsson 2024. Jóna Eðvalds SF 200 kemur hér að landi á Hornafirði sl. laugardag með um 600 tonna makrílfarm. Á heimasíðu Skinneyjar-Þinganess segir: Jóna Eðvalds var smíðuð hjá Flekkefjord skipasmíðastöðinni í Noregi árið 1975.  Skipið hét áður Birkeland, Björg Jónsdóttir og Krossey. Jóna fór … Halda áfram að lesa Jóna Eðvalds

Siggi Þórðar

1445. Siggi Þórðar GK 197 ex Skrúður RE 445. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Siggi Þórðar GK 197 er hér í Húsavíkurslipp árið 2013 en báturinn hét upphaflega Fanney ÞH 130. Fanney var smíðuð í Slippstöðinni á Akureyri árið 1976 fyrir Húsvíkinga en þaðan var báturinn gerður út til ársins 1997.  Sölkusiglingar ehf. keyptu bátinn aftur til … Halda áfram að lesa Siggi Þórðar