Ný Cleopatra 36 til Båtsfjord í Noregi

Olavjenta TF-37-BD. Ljósmynd Trefjar 2023. Útgerðarfélagið 2Fisk AS í Båtsfjord í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Það eru feðgarnir Tor Øyvind og Øyvind Bolle sem standa að útgerðinni og verður Tor Øyvind skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn heitir Olavjenta og er 10.99 metrar á lengd … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 36 til Båtsfjord í Noregi

Sæþór EA 101

1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Sæþór EA 101 frá Árskógssandi kemur hér til hafnar á Húsavík vorið 2004. Báturinn hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði árið 1973. Um bátinn má lesa nánar hér. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Sæþór EA 101

Snorri Sturluson RE 219

1328. Snorri Sturluson RE 219. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Snorri Sturluson RE 219 var einn sex stóru Spán­ar­tog­ar­anna sem komu til lands­ins á ár­un­um 1973-1975.  Þeir voru smíðaðir í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan í Baskalandi. Bæjarútgerð Reykjavíkur, BÚR, fékk þrjá þeirra. Auk Snorra þá Bjarna Benediktsson RE 210 og Ingólf Arnarson … Halda áfram að lesa Snorri Sturluson RE 219

Þröstur ÍS 222

363. Þröstur ÍS 222 ex Þröstur HU 131. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1982. Þröstur ÍS 222 kemur hér að bryggju í Þorlákshöfn á vetrarvertíð árið 1982. Báturinn hét upphaflega Búðafell SU 90 og var smíðaður árið 1955 í Scheepswerf Kraaier skipasmíðastöðinni í Zaandam í Hollandi. Hér má lesa sögu bátsins til þessa en hann hefur borið … Halda áfram að lesa Þröstur ÍS 222

Eems Rover kom til Húsavíkur

IMO 9529190. Eems Rover. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Hollenska flutningaskipið Eems Rover kom til Húsavíkur í dag eftir siglingu frá Belfast á Norður-Írlandi. Skipið, sem smíðað var árið 2009 í Kína, er með með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka. Eems Rover er 90 metrar að lengd, breidd þess er 15 metrar og skipið mælist 2,992 … Halda áfram að lesa Eems Rover kom til Húsavíkur

Ægir Jóhannsson ÞH 212

1430. Ægir Jóhannsson ÞH 212. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ægir Jóhannsson ÞH 212 kemur hér að landi í Sandgerði um árið. Báturinn er 29 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Ægi h/f á Grenivík og afhentur eigendum sínum 12. júlí 1975. Hann var með smíðanúmer 6 hjá Vör. Ægir Jóhannsson ÞH 212 var seldur til Suðurnesja … Halda áfram að lesa Ægir Jóhannsson ÞH 212

Litlanes ÞH 52

2018. Litlanes ÞH 52. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Á þessari mynd Hreiðars Ogeirssonar gefur að líta Litlanes ÞH 52 sem smíðað var fyrir Óla Þorsteinsson á Þórshöfn árið 1989 í Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Litlanes ÞH 52 var selt til Fáskrúðsfjarðar árið 1990 þar sem það fékk nafnið Dagbjört SU 50. Báturinn heitir í dag Garpur RE 148 … Halda áfram að lesa Litlanes ÞH 52