Dagatal Skipamynda fyrir árið 2024er komið úr prentun og er þetta í fimmtánda skipti sem það kemur út. Fyrtsa prentun er langt komin í sölu en áhugasamir geta pantað á korri@internet.is, verðið er 3900 kr. Fyrstir koma, fyrstir fá en á dagatalinu eru skip og bátar af ýmsum stærðum og gerðum.
Month: desember 2023
Ný Cleopatra 36 til Båtsfjord í Noregi
Olavjenta TF-37-BD. Ljósmynd Trefjar 2023. Útgerðarfélagið 2Fisk AS í Båtsfjord í Noregi fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Það eru feðgarnir Tor Øyvind og Øyvind Bolle sem standa að útgerðinni og verður Tor Øyvind skipstjóri á bátnum. Nýi báturinn heitir Olavjenta og er 10.99 metrar á lengd … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 36 til Båtsfjord í Noregi
Sæberg ÁR 20
163. Sæberg ÁR 20 ex Skarphéðinn RE 317. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sæberg ÁR 20 hét upphaflega Vinur ÍS 102 og var smíðaður fyrir Hnífsdælinga í Þýskalandi árið 1960. 101 brl. að stærð í upphafi en síðar mældur niður í 88 brl. en það var gert árið 1974. Vinur fékk nafnið Páll Pálsson ÍS 101 árið … Halda áfram að lesa Sæberg ÁR 20
Sæþór EA 101
1291. Sæþór EA 101 ex Votaberg SU 14. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2004. Sæþór EA 101 frá Árskógssandi kemur hér til hafnar á Húsavík vorið 2004. Báturinn hét upphaflega Jón Helgason ÁR 12 og var smíðaður í Skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar hf. á Ísafirði árið 1973. Um bátinn má lesa nánar hér. Með því að smella á … Halda áfram að lesa Sæþór EA 101
Snorri Sturluson RE 219
1328. Snorri Sturluson RE 219. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Snorri Sturluson RE 219 var einn sex stóru Spánartogaranna sem komu til landsins á árunum 1973-1975. Þeir voru smíðaðir í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan í Baskalandi. Bæjarútgerð Reykjavíkur, BÚR, fékk þrjá þeirra. Auk Snorra þá Bjarna Benediktsson RE 210 og Ingólf Arnarson … Halda áfram að lesa Snorri Sturluson RE 219
Þröstur ÍS 222
363. Þröstur ÍS 222 ex Þröstur HU 131. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 1982. Þröstur ÍS 222 kemur hér að bryggju í Þorlákshöfn á vetrarvertíð árið 1982. Báturinn hét upphaflega Búðafell SU 90 og var smíðaður árið 1955 í Scheepswerf Kraaier skipasmíðastöðinni í Zaandam í Hollandi. Hér má lesa sögu bátsins til þessa en hann hefur borið … Halda áfram að lesa Þröstur ÍS 222
Eems Rover kom til Húsavíkur
IMO 9529190. Eems Rover. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Hollenska flutningaskipið Eems Rover kom til Húsavíkur í dag eftir siglingu frá Belfast á Norður-Írlandi. Skipið, sem smíðað var árið 2009 í Kína, er með með hráefnisfarm fyrir PCC á Bakka. Eems Rover er 90 metrar að lengd, breidd þess er 15 metrar og skipið mælist 2,992 … Halda áfram að lesa Eems Rover kom til Húsavíkur
Ægir Jóhannsson ÞH 212
1430. Ægir Jóhannsson ÞH 212. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Ægir Jóhannsson ÞH 212 kemur hér að landi í Sandgerði um árið. Báturinn er 29 brl. að stærð, var smíðaður fyrir Ægi h/f á Grenivík og afhentur eigendum sínum 12. júlí 1975. Hann var með smíðanúmer 6 hjá Vör. Ægir Jóhannsson ÞH 212 var seldur til Suðurnesja … Halda áfram að lesa Ægir Jóhannsson ÞH 212
Sæberg ÁR 20
1143. Sæberg ÁR 20 ex Gestur SU 160. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sæberg ÁR 20 kemur hér að landi í Þorlákshöfn sem var fyrsta heimahöfn bátsins eftir að hann var keyptur til landsins frá Noregi. Það var árið 1971 og fékk báturinn nafnið Gissur ÁR 6 sem hann bar til ársins 1985. Það át var hann … Halda áfram að lesa Sæberg ÁR 20
Litlanes ÞH 52
2018. Litlanes ÞH 52. Ljósmynd Hreiðar Olgeirsson. Á þessari mynd Hreiðars Ogeirssonar gefur að líta Litlanes ÞH 52 sem smíðað var fyrir Óla Þorsteinsson á Þórshöfn árið 1989 í Vélsmiðju Seyðisfjarðar. Litlanes ÞH 52 var selt til Fáskrúðsfjarðar árið 1990 þar sem það fékk nafnið Dagbjört SU 50. Báturinn heitir í dag Garpur RE 148 … Halda áfram að lesa Litlanes ÞH 52









