Kristján ÞH 5

5430. Kristján ÞH 5. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Kristján ÞH 5 var smíðaður af Jóhanni Sigvaldasyni bátasmið á Húsavík árið 1966. Bátinn, sem var tvær brúttórúmlestir að stærð, smíðaði hann fyrir Helga Kristjánsson í Sæbergi sem átti Kristján til ársins 1993. Þá eignaðist Höfði hf. bátinn og síðar Kristján Ásgeirsson. Á seinni stigum eignaðist Aðalsteinn Júlíusson bátinn … Halda áfram að lesa Kristján ÞH 5

Sæúlfur ÞH 188

5644. Sæúlfur ÞH 188 ex Blöndi ÞH 25. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Sæúlfur ÞH 188 kemur hér að landi á Húsavík um árið en hann var gerður út af Karli Bjarkasyni. Sæúlfur var smíðaður árið 1962 í Bátalóni í Hafnarfirði og var tæpar þrjár brúttórúmlestir að stærð. Upphaflega hét hann Mardís EA 164 með heimahöfn í … Halda áfram að lesa Sæúlfur ÞH 188

Steinunn og Þinganes

2966. Steinunn SF 10. Ljósmynd Sigurður Davíðsson 2023. Hornafjarðarskipin Steinunn SF 10 og Þinganes SF 25 liggja ljósum prýdd í Þorlákshöfn yfir jólin Siggi Davíðs skipverji á Steinunni sendi þessar myndir sem birtast hér. 2970. Þinganes SF 25 - 2966. Steinunn SF 10. Ljósmyndir Sigurður Davíðsson 2023. Með því að smella á myndirnar er hægt … Halda áfram að lesa Steinunn og Þinganes

Bátar við Suðurgarðinn

Bátar við Suðurgarðinn á Húsavík í dag. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Það hefur snjóað talsvert á Húsavík síðustu daga en þessi mynd var tekin um miðjan dag í dag. Þarna má sjá nokkra báta liggja við Suðurgarðinn í Húsavíkurhöfn. Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn. By clicking on … Halda áfram að lesa Bátar við Suðurgarðinn

Árfari HF 182 á Húsavík

27. Árfari HF 182 ex Kofri RE 27. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson. Tappatogarinn Árfari HF 182 hét upphaflega Björgvin EA 311 frá Dalvík. Hann var einn 12 tapatogaranna sem smíðaðir voru í Austur-Þýskalandi fyrir Íslendinga og þegar þessar myndir voru teknar á Húsavík stundaði hann rækjuveiðar. Miðinn frá Hauki er svona: 0027….Björgvin EA 311… TF-RW. Skipasmíðastöð: … Halda áfram að lesa Árfari HF 182 á Húsavík

Wilson Porto kom með salt

IMO 9291717. Wilson Porto. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2023. Flutningaskipið Wilson Porto kom með salt til GPG Seafood í vikunni. Skipið er 2,999 GT að stærð. Lengd þess er 90 metrar og breidd 14 metrar. Það var smíðað árið 2004 í Hollandi og siglir undir norsku flaggi. Með því að smella á myndina er hægt að … Halda áfram að lesa Wilson Porto kom með salt