
Jón Steinar tók þessar myndir í gær þegar Björg EA 7 kom til löndunar í Hafnarfirði.
Björg EA 7, sem er í eigu Samherja hf., var síðust í röð fjögurra systurskipa sem smíðuð voru hjá Cemreskipasmíðastöðinni í Tyrklandi og afhent á árinu 2017.
Kaldbakur EA 1 kom fyrstur, síðan Björgúlfur EA 312 og því næst Drangey SK 2 og að lokum Björg EA 7 eins áður segir.





Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution