
Togskipið Sturla GK 12 hélt til veiða að afloknu páskafríi í dag og tók Jón Steinar þessar myndir þá.
Þorbjörn hf. keypti Sturlu til Grindavíkur frá Vestmannaeyjum árið 2020.
Það var smíðað í Póllandi árið 2007 fyrir Berg-Huginn ehf. og fékk nafnið Vestmannaey VE 444. Eftir að ný Vestmannaey VE 54 kom til landsins sumarið 2019 fékk skipið nafnið Smáey VE 444.








Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution