
Línubáturinn Dúddi Gísla GK 48 frá Grindavík kom úr róðri í dag og tók Jón Steinar þessa myndasyrpu af bátnum á landleið.
Samkvæmt ljósmyndara var hann var hálf tregur hjá honum í dag, afli dagsins um 5 tonn.
Dúddi Gísla GK 48 er af gerðinni Cleopatra Fisherman 40BB og er 11,99 metra langur. Mælist 29,5 BT að stærð.
Áður hét báturinn Hulda GK 17 og var smíðaður fyrir Blakknes ehf hjá Trefjum í Hafnarfirði árið 2021.









Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution