
Þessi mynd var tekin í blíðskaparveðri við Reykjavíkurhöfn í aprílbyrjun fyrir 22 árum síðan.
Í forgrunni hennar er Ágúst RE 61 og handan við hann má m.a sjá og glitta í Reykjaborgina, Hafnarbergið, Eyrúnu, Þerney og Sæbjörgu.
Um Ágúst er það að segja að hann var smíðaður á Siglufirði æarið 1972 og hét upphaflega Jóhann Pálsson SU 30 frá Stöðvarfirði.
Árið 1976 fær hann nafnið Ágúst RE 61 og bar það til ársins 2012 en sögu bátsins má lesa nánar á aba.is
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution