
Hinn nýi Vörður ÞH 44 kom til Grindavíkur í dag en þaðan verður hann gerður út þó heimahöfnin sé Grenivík.
Vörður er annað skipið sem kemur til landsins í röð sjö raðsmíðaskipa sem íslensk útgerðarfyrirtæki sömdu um smíði á við Vard skipasmíðastöðina.
Vard rekur m.a. skipasmíðastöðvar í Noregi, Rúmeníu og Brasilíu, auk Víetnams þar sem skrokkur Varðar var smíðaður.

Vörður ÞH 44, sem er 28 metrar að lengd og 12 metra breiður, er annað tveggja skipa sem Gjögur hf. lét smíða, hitt er Áskell ÞH 48 sem kemur til landsins síðar í haust.
Jón Steinar tók meðfylgjandi myndir við komu Varðar ÞH 44 til Grindavíkur í dag.





Með því að smella á myndirnar er hægt að skoða þær í hærri upplausn.
By clicking on the images you can view them in higher resolution
Já þeir verða á Grunnslóðinni þessir stuttir og breyðir með trolliðí ungviðinu , ekki nefndur undirmáls fiskur í dag , en dugnaðar menn á strandveiðum á minni bátum eru vaktaðir dag og nótt. má nefna dróna hér. sá einn með siglingaljós á flugi ínn á Þerneyjarundi eftir miðnætti. hitti eig. með uppl. skjá og hann sagði dróni geymir alltaf gsm. tölur hvaðan hann fór af stað og kemur aftur á fararstað.. kv.AE..
Líkar viðLíkar við