Einum of mikið af því góða

2900. Beitir NK 123 ex Gitte Henning S 349. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019

Eins og kom fram á síðunni var Beitir NK 123 við veiðar á síldarmiðunum austur af landinu í gær. 

Flottrollið var látið fara um hádegi í gær og var það dregið í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 tonn. Sturla Þórðarson skipstjóri segir að þarna hafi verið mikla síld að sjá.

Heimasíða Síldarvinnslunnar greinir frá þessu.

„Þetta var einum of mikið af því góða hjá okkur. Við viljum helst ekki fá svona mikinn afla í holi. Við viljum frekar smærri skammta. Þetta fékkst á Héraðsflóanum um 16 mílur út af Glettingi. Það voru 32 mílur frá veiðistaðnum í Norðfjarðarhöfn.

Þetta er fínasta síld og meðalþyngdin er 385 grömm. Síldin fer auðvitað öll til manneldisvinnslu. Það var bara eitt skip að veiðum þarna auk okkar; Aðalsteinn Jónsson SU.

Nú eru hins vegar fjórir bátar á leiðinni af makrílmiðunum í Síldarsmugunni á síldarmiðin. Það eru einungis fáir bátar eftir í Smugunni og enn er leitað að makríl en árangurinn hefur verið lítill upp á síðkastið,“ segir Sturla í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar.

Hólmgeir Austfjörð skipverji á Ottó N Þorlákssyni VE 5 tók meðfylgjandi mynd í gær af Beiti NK 123 þegar verið var að dæla síldinni um borð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s