Stefnir ÍS 28 á toginu

1451. Stefnir ÍS 28 ex Gyllir ÍS 261. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Skuttogarinn Stefnir ÍS 28 lenti fyrir linsunni hjá Hólmgeir Aaustfjörð á dögunum og nú fáum við að njóta myndanna.

Stefmir ÍS 28 hét upphaflega Gyllir ÍS 261 og var smíðaður árið 1976 í Flekkefjord Slipp & Maskinfabrikk A/S í Flekkefjord í Noregi fyrir Útgerðarfélag Flateyrar hf. á Flateyri.

Árið 1993 var Gyllir ÍSS 261 seldur til Ísafjarðar en stofnað var sérstakt félag um kaupin sem hét Þorfinnur hf. og Flateyrarhreppur átti 30% í því fyrirtæki. Heimahöfn hans var áfram Flateyri þar til um miðjan febrúar árið 1995 en þá færðist hún yfir á Ísafjörð.

Þorfinnur var síðar sameinaður Íshúsfélagi Ísfirðinga hf. sem svo aftur sameinaðist Hraðfrystihúsinu – Gunnvöru hf. árið 2000. Hraðfrystihúsi–Gunnvör hf. er eigandi togarans í dag.

1451. Stefnir ÍS 28 ex Gyllir ÍS 261. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Stefnir ÍS 28 er 48,95 metra langur og mælist 686 BT að stærð.

1451. Stefnir ÍS 28 ex Gyllir ÍS 261. Ljósmynd Hólmgeir Austfjörð 2019.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can wiew them in higher resolution

Ein athugasemd á “Stefnir ÍS 28 á toginu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s