
Jón Steinar tók þessar myndir á dögunum þegar írksi brunnbáturinn Solundoy lét úr höfn í Grindavík.
Báturinn var smíðaður árið 1997 hjá Aas Mek Verksted AS í Vestnes í Noregi. Hann er 30,6 metrar að lengd og 7,5 metra breiður. Mælist 265 brúttótonn að stærð.
Hét Øystrand til ársins 2000 er hann fékk núverandi nafn.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.
By clicking on the images you can wiew them in higher resolution