5357. Þráinn ÞH 2 - 5525. Bjarki ÞH 271. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Í Morgunblaðinu í dag segir frá afdrifum sex gamallra trébáta sem staðið hafa við Safnahúsið á Húsavík í mörg ár en hurfu af sjónarsviðinu á dögunum. Fram kemur m.a í fréttinni að bátarnir hafi verið allir metnir ónýtir og Menningarmiðstöð Þingeyinga hafi … Halda áfram að lesa Bjarka og Þráni fargað ásamt fleiri bátum
Flokkur: Fréttir
Samið um smíði á nýjum Júlíusi Geirmundssyni
Skipasýn hannaði nýja Júlíus Geirmundsson ÍS 270. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf hefur undirritað samning um smíði á nýju frystiskipi við skipasmíðastöðina Astilleros Ria del Vigo í Vigo á Spáni. Skipið kemur í stað Júiusar Geirmundssonar ÍS 270 sem verður 35 ára á þessu ári. Sagt er frá þessu á http://www.bb.is. Skipið er hannað af verkfræðistofunni Skipasýn … Halda áfram að lesa Samið um smíði á nýjum Júlíusi Geirmundssyni
Ný Cleopatra 33 til Ólafsvíkur
3046. Glaður SH 226. Ljósmynd Trefjar 2023. Sverrisútgerðin ehf. í Ólafsvík fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 33 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði. Gísli Marteinsson verður skipstjóri á bátnum sem hefur þegar hafið veiðar. Nýi báturinn heitir Glaður og er hann 9.9 metrar að lengd og mælist 11 brúttótonn. Báturinn leysir af hólmi … Halda áfram að lesa Ný Cleopatra 33 til Ólafsvíkur
FISK Seafood leigir dragnótabát
2323. Hafborg EA 242 ex Hafborg EA 152. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2022. Héraðsfréttablaðið Feykir greinir frá því að FIS Seafood á Sauðárkróki hafi tekið dragnótabát á leigu í eitt ár. Um er að ræða Hafborgu EA 242 sem legið hefur við bryggju frá því ný Hafborg kom í flotann í árslok 2018. Báturinn var smíðaður … Halda áfram að lesa FISK Seafood leigir dragnótabát
Spiekeroog kom með Margréti GK 9 til Helguvíkur í dag
IMO 9506148. Spiekeroog - 3020. Margrét GK 9. Ljósmynd KEÓ Flutningaskipið Spiekeroog kom til Helguvíkur í dag og um borð var fiskibáturinn Margrét GK 9. Margrét GK 9 var smíðuð í Tyrklandi fyrir Skipasmíðastö Njarðvíkur hf. sem mun klára bátinn en kaupandi er Stakkavík ehf. í Grindavík. Báturinn er hannaður af Ráðgarði skiparáðgjöf í samstarfi … Halda áfram að lesa Spiekeroog kom með Margréti GK 9 til Helguvíkur í dag
Oddi hf. kaupir Örvar SH 777
2159. Örvar SH 777 ex Vestkapp SF-8-S. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2009. Oddi hf. á Patreksfirði kynnti í dag kaup fyrirtækisins á línuskipinu Örvari SH 777 af Hraðfrystihúsi Hellisands hf. Í tilkynningu á fésbókarsíðu fyrirtækisins segir: Oddi hf Patreksfirði hefur náð samkomulagi við Hraðfrystihús Hellisands um kaup á línuskipinu Örvari SH 777 Skipið mun leysa Núp … Halda áfram að lesa Oddi hf. kaupir Örvar SH 777
Villi Páls heiðraður af Landsbjörgu
Vilhjálmur Pálsson með heiðursviðurkenninguna frá Landsbjörgu. Aðsend mynd. Vilhjálmi Pálssyni var á aðalfundi björgunarsveitarinnar Garðars í kvöld veitt heiðursviðurkenning Slysavarnarfélagsins Landsbjargar fyrir störf sín í þágu björgunarstarfa og slysavarna. Björgunarsveitin Garðar var stofnuð árið 1959 í kjölfar sjóslyss þegar Maí TH194 fórst með tveimur mönnum. Þá var hávær umræða í samfélaginu um öryggismál sjómanna. Formaður … Halda áfram að lesa Villi Páls heiðraður af Landsbjörgu
Nýr Sigurvin kom til Siglufjarðar í dag
3024. Sigurvin kemur til Siglufjarðar í dag og gamli Sigurvin fylgir í humátt á eftir. Ljósmynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson 2023. Nýtt björgunarskip Landsbjargar, Sigurvin, kom til heimahafnar á Siglufirði í dag og tók Haukur Sigtryggur meðfylgjandi myndir við það tækifæri. Gamli Sigurvin fór til móts við þann nýja og fylgdi honum til hafnar en fjöldi fólks … Halda áfram að lesa Nýr Sigurvin kom til Siglufjarðar í dag
Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu
2917. Sólberg ÓF 1 flaggskip Ramma hf. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2017. Stjórnir Ísfélags Vestmannaeyja hf. og Ramma hf. í Fjallabyggð hafa skrifað undir samkomulag um samruna félaganna. Sameinað félag mun heita Ísfélagið hf. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem félögin sendu frá sér í kvöld. Forsvarsmenn félaganna tveggja eru sammála um að mörg tækifæri séu … Halda áfram að lesa Ísfélag Vestmannaeyja og Rammi stefna að sameiningu
Gleðileg jól – Merry Christmas – God jul – Feliz Navidad
IMO: 9830434. Ilivileq GR 2-201. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2021. Með þessari mynd sem tekin var í Reykjavík fyrir ári síðan óska ég öllum þeim sem sækja síðuna heim gleðilegrar jólahátíðar með þökk fyrir innlitið á árinu sem er að líða. Merry Christmas to you all who visit this site with thanks for stopping by. God jul og tusinde … Halda áfram að lesa Gleðileg jól – Merry Christmas – God jul – Feliz Navidad









