Sólberg ÓF 1

2917. Sólberg ÓF 1. Ljósmynd Hafþór Hreiðarsson 2025.

Frystitogarinn Sólberg ÓF 1 kom til olíutöku í Krossanesi á dögunum en það gerir hann jafnan í lok veiðiferðar.

Sólberg ÓF 1 kom nýr til landsins í maí mánuði árið 2017 en hann var smíðaður fyrir Ramma hf. í Tersanskipasmíðastöðinni í Tyrklandi.  

Sólberg ÓF 1 er 79,85 metrar að lengd, 15,4 metrar á breidd og alls 3.720 brúttótonn að stærð.

Það er Ísfélagið hf. sem gerir Sólbergið út eftir sameiningu þess við Rammann hf. í Fjallabyggð.

Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

By clicking on the images you can view them in higher resolution.

Færðu inn athugasemd